Lög Menningarfélagsins Gjallanda

 

1. gr. Félagið heitir Menningarfélagið Gjallandi

 

2. gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Félagsheimilinu Skjólbrekku, 660 Mývatn –

 

Pósthólf

 

3. gr. Tilgangur félagsins er að efla menningarstarfsemi í Mývatnssveit.

 

4. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:

 

1. Að standa að menningar- og fræðslutengdum viðburðum.

2. Að virkja einstaklinga í skapandi starfi.

3. Að efla vitund um menningu og sögu.

4. Að styðja fræðasamfélagið í Mývatnssveit með fjölbreyttu samstarfi.

5. Að vera vettvangur félagsmanna til að afla styrkja og stuðnings við menningartengd verkefni sem stjórn félagsins hefur samþykkt.

 

5. gr. Félagsaðild er heimil öllum þeim einstaklingum sem bera hag menningarlífs Mývatnssveitar fyrir brjósti.

 

6. gr. Reikningsár félagsins miðast við almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Félagsmenn einir sem greitt hafa árgjald hafa kjörgengi á aðalfundi.

 

7. gr. Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður samþykktum.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar lögð fram

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosning stjórnar og endurskoðenda/skoðunarmanna reikninga

7. Önnur mál

 

8.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni, gjaldkera, aðalritara og 2 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.

 

9.gr. Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

 

10. gr. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til frekari viðburða eða uppbyggingar á vegum félagsins.

 

11. gr. Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Skútustaðahrepps til uppbyggingar og viðhalds félagsheimilisins Skjólbrekku.

 

Lagt fyrir aðalfund 30.03.2016